Valið á HM í utanvegahlaupum

Valið hefur verið hvaða einstaklingar munu keppa fyrir Íslands hönd á Heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum sem fer fram í Penyagolosa í Castellon héraðinu á Spáni þann 12. maí næstkomandi.

Valið er eftirfarandi:

Konur:

  1. Hildur Aðalsteinsdóttir
  2. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir
  3. Sigríður Björg Einarsdóttir
  4. Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir

Karlar:

  1. Daníel Reynisson
  2. Guðni Páll Pálsson
  3. Sigurjón Ernir Sturluson
  4. Þorbergur Ingi Jónsson