Evrópumeistaramót 16-19 ára fer fram í Grosseto á Ítalíu 20-24.júlí og hafa eftirfarandi keppendur hafa verið valdir til að keppa fyrir Íslands hönd.
Það eru þær:
- Erna Sóley Gunnarsdóttir Afturelding: Kúluvarp
- Irma Gunnarsdóttir Breiðabliki: Sjöþraut
- Tíana Ósk Whithworth ÍR: 100 og 200 m hlaup
Þjálfarar og fararstjórara í ferðinni verða Þórunn Erlingsdóttir og Jón Sævar Þórðarson.
Þórdís Eva Steinsdóttir FH og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR náðu einnig lágmörkum á mótið en Þórdís getur ekki gefið kost á sér á mótið vegna meiðsla og Guðbjörg Jóna mun keppa á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar vikuna eftir.
Við óskum þeim góðs gengis!
ÁFRAM ÍSLAND!!