Valið á Evrópubikar landsliða

Valinn hefur verið hópur til að keppa og starfa undir merkjum Frjálsíþróttasambands Íslands í Evrópukeppni landsliða sem fer fram í Tel Aviv, Ísrael dagana 24. til 25. júní. 
Ísland keppir í 2. deild og hefur keppnin hefur aldrei verið sterkari en í ár, en 12 þjóðir munu keppa á mótinu. Það er aukning um 4 þjóðir frá árinu 2015 en þær þjóðir sem hafa bæst við eru: Austurríki, Slóvakía, Ísrael og Moldóva. Ísland sendir mjög sterkt lið til keppni og eru t.d. Ólympíufararnir Aníta Hinriksdóttir, Ásdís Hjálmsdóttir og Guðni Valur Guðnason á meðal keppenda.
Eftirtaldir hafa verið valdir til að keppa fyrir Íslands hönd:
Konur:
Andrea Torfadóttir: Boðhlaup
Andrea Kolbeinsdóttir: 1.500m, 3.000m hindrunarhlaup
Aníta Hinriksdóttir: 800m, boðhlaup
Arna Stefanía Guðmundsdóttir:  400m grindarhlaup, boðhlaup
Arndís Ýr Hafþórsdóttir: 3.000m, 5.000m
Ásdís Hjálmsdóttir: Spjótkast, Kúluvarp
Helga Margrét Haraldsdóttir: Þrístökk, boðhlaup
Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir: 100m, 400m, boðhlaup
Hulda Þorsteinsdóttir: Stangarstökk
Kristín Lív Svabo Jónsdóttir: Hástökk
María Rún Gunnlaugsdóttir: Langstökk, 100m grindarhlaup, boðhlaup
Thelma Lind Kristjánsdóttir: Kringlukast
Tiana Ósk Whitworth: 200m, boðhlaup
Vigdís Jónsdóttir: Sleggjukast

Karlar:

Ari Bragi Kárason: 100m, boðhlaup
Arnar Pétursson: 3.000m hindrunarhlaup
Bjarki Gíslason: Stangarstökk
Bjarki Rúnar Kristinsson: Hástökk
Björgvin Brynjarsson: Boðhlaup
Einar Daði Lárusson: 110m grindahlaup, boðhlaup
Guðni Valur Guðnason: Kringlukast
Hinrik Snær Steinsson: Boðhlaup
Hlynur Andrésson: 3.000m, 5.000m
Ívar Kristinn Jasonarson: 400m grindarhlaup, boðhlaup
Kolbeinn Höður Gunnarsson: 200m, boðhlaup
Kormákur Ari Hafliðason: 400m, boðhlaup
Kristinn Þór Kristinsson: 800m, 1500m, boðhlaup
Kristinn Torfason: Langstökk, boðhlaup
Óðinn Björn Þorsteinsson: Kúluvarp
Örn Davíðsson: Spjótkast
Þorsteinn Ingvarsson: Þrístökk, boðhlaup
Vilhjálmur Árni Garðarsson: Sleggjukast

Fararstjóri og þjálfarar:

Guðmundur Karlsson, fararstjóri
Jón Halldór Oddsson, þjálfari
Martha Ernstdóttir, þjálfari
Sigurður Arnar Björnsson, þjálfari
Ragnheiður Ólafsdóttir, þjálfari

Elísabet Birgisdóttir, sjúkraþjálfari

Fyrirliðar liðsins:
Ásdís Hjálmsdóttir
Ari Bragi Kárason
Frjálsíþróttasamband Íslands óskar íslenska liðinu góðs gengis!