Valið á Bikarkastmót Evrópu

Valið hefur verið hvaða íþróttamenn munu keppa fyrir Íslands hönd á Bikarkastmóti Evrópu sem fer fram dagana 10.-11. mars í Leiria í Portúgal.
Eftirtaldir íþróttamenn hafa verið valdir:
Guðni Valur Guðnason ÍR, Kringlukast karla
Thelma Lind Kristjánsdóttir ÍR, Kringlukast kvenna U23 ára
Örn Davíðsson FH, Spjótkast karla
Fararstjóri/þjálfari: G.Pétur Guðmundsson
Hér má sjá heimasíðu mótsins en þar verður hægt að horfa á mótið í beinni útsendingu.
Hér inni á heimasíðu EAA má sjá frétt um mótið.
Frjálsíþróttasamband Íslands óskar íslensku keppendunum góðs gengis!