Valdimar með bætingu í kringlukasti

Valdimar Hjalti Erlendsson, FH, keppti í gær í kringlukasti á kastmóti UMSB á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. Valdimar sem keppir í flokki pilta 18-19 ára með 1,75 kg kringlu reyndi fyrir sér í gær með 2 kg karlakringlu. Valdimar kastaði 53,76 metra sem er persónuleg bæting hjá honum.

Valdimar mun keppa á alþjóðlegum vettvangi í sumar þar sem hann hefur náð lágmörkum á Bauhaus Junioren Gala sem fram fer í Þýskalandi 29. – 30. júní og EM U20 sem fram fer í Svíþjóð 18. – 21 júlí.

Hér að neðan má sjá kast Valdimars frá því í gær