Valdimar með bætingu í Argentínu

Valdimar Hjalti Erlendsson lauk keppni í kringlukasti á Ólympíuleikum ungmenna í gærkvöldi. Hans kastaði lengst 57,46 metra sem er persónuleg bæting hjá honum. Valdimar hafði áður kastað lengt 56,88 metra. Þetta kast var einnig annar besti árangur í flokki 16-17 ára pilta með 1,5 kg kringlu frá upphafi. Valdimar Hjalti varð í sjötta sæti í heildarkeppninni.

Valdimar hefur aðeins æft kringlukast í rúmt ár og hefur nú þegar bæði keppt á Evrópumóti yngri en 18 ára og Ólympíuleikum ungmenna. Því verður virkilega gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.

Markmið Valdimars fyrir mótið var að bæta sinn besta árangur og það tókst honum.

 

Á eftir mun Elísabet Rut Rúnarsdóttir keppa í seinni umferð í sleggjukasti. Það mun hefjast klukkan 17:05 á íslenskum tíma. Hér verður hægt að horfa á mótið í beinni útsendingu.