Valdimar í úrslit – Sjáðu kastið

Valdimar Hjalti Erlendsson er kominn í úrslit í kringlukasti á Evrópumeistaramóti yngri en 20 ára í Borås í Svíþjóð. Valdimar var í fyrri keppnishóp í undankeppni kringlukastsins þar sem hann kastaði 56,04 metra og átti fimmta lengsta kastið. Til þess að komast í úrslit þurfti að kasta 59 metra eða enda á meðal tólf efstu í báðum keppnishópum. Í seinni keppnishóp köstuðu aðeins fjórir lengra en Valdimar og því varð hann níundi inn í úrslitin sem fara fram á sunnudagsmorgun.

Hér má sjá kastið hans Valdimars

Klukkan 15:52 seinna í dag á íslenskum tíma þá mun Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir keppa í 200 metra hlaupi.