Útskrift á þjálfurum með alþjóðleg réttindi

Þetta er þriðja námskeiðið sem FRÍ hefur efnt til skv. nýju fræðskuskipulagi sem FRÍ þing 2010 samþykkti að tekið skyldi upp hér á landi.
 
Þetta skipulag heitir IAAF Coaches Education Certification System (CECS) er alþjóðlegt fræðslukerfi frá IAAF og veitir alþjóðleg starfsréttindi. Því hafa þeir sem hafa útskrifast af þessum námskeiðum hér á landi alþjóðleg þjálfararéttindi á þessu stigi.
 
CECS fræðslukerfið er í heild sinni fimm þrepa. Fyrsta stigið er ætlað barna- og unglingaþjálfurum, annað stigið almennum félagsþjálfurum. Á þriðja stigi er farið nánar í einstaka greinahópa, þ.e. spretthlaup, köst og stökk. Á fjórða stigi er meiri sérhæfing en á þriðja stiginu og fimmta stigið er m.a. ætlað þjálfurum afreksfólks.

FRÍ Author