Útlit fyrir spennandi keppni í 3. Bikarkeppni FRÍ á laugardaginn

Liðin sjö sem keppa í Bikarkeppni FRÍ innanhúss á laugardaginn eru:
Breiðablik, FH, Fjölnir/Ármann, ÍR – A lið, ÍR – B lið, HSK og lið Norðurlands (HSÞ/UFA/UMSE/UMSS).
 
Keppt verður í 12 greinum karla og 12 greinum kvenna og hefst keppnin kl. 13:00 og er síðasta grein á dagskrá kl. 16:35. Tvær keppnisgreinar hafa bæst við frá sl. ári, 400m hlaup karla og kvenna.
Keppt er um bikarmeistaratitil í karlaflokki, kvennaflokki og samanlagðri keppni beggja kynja. Stigakeppnin fer þannig fram að 1. sæti gefur 7. stig, 2.sæti gefur 6. stig o.s.frv. niður í 1.stig fyrir 7. sæti.
 
Búist er við mjög jafnri og spennandi keppni í ár, en ÍR ingar eru núverandi bikarmeistarar, þeir sigruðu á síðasta ári, hlutu þá einu stigi meira en lið FH. Þá varð FH bikarmeistari karla og ÍR vann í kvennaflokki.
Lið ÍR hlaut samtals 111 stig á sl. ári, FH var með 110 stig og Breiðablik var með 105 stig í 3. sæti.
Lið Breiðabliks sigraði í fyrstu Bikarkeppni FRÍ innanhúss árið 2007, en Blikar sigruðu þá bæði í karla- og kvennakeppninni, hlutu samtals 98,5 stig, lið Fjölnis/Ármanns varð þá í öðru sæti með 86 stig og ÍR varð í þriðja sæti með 83 stig.
 
Hver keppandi má ekki keppa í fleiri en tveimur keppnisgreinum, auk boðhlaups skv. reglum um mótið.
Það er Frjálsíþróttsamband Íslands sem sér um framkvæmd mótsins á laugardaginn í samvinnu við félögin sem þátt taka.
 
Hægt er að skoða leikskrána fyrir Bikarkeppnina undir mótaskrá hér á síðunni.

FRÍ Author