Úthlutun til FRÍ úr sjóðum ÍSÍ vegna ársins 2009

Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur samþykkt úthlutun styrkja úr Afrekssjóði, og styrktarsjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna fyrir árið 2009.
 
FRÍ fékk úthlutað styrk að upphæð kr. 700.000 vegna landsliðsverkefna á árinu 2009.
 
Þá fékk eftirfarandi afreksfólk úthlutað styrk úr Afrekssjóði vegna ársins 2009:
* Ásdís Hjálmsdóttir, A-styrk að upphæð kr. 160.000 á mánuði.
* Bergur Ingi Pétursson, B-styrk að upphæð kr. 80.000 á mánuði.
* Óðinn Björn Þorsteinsson, C-styrk að upphæð kr. 40.000 á mánuði.
 
Úr sjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna fengu eftirfarandi styrk:
kr. 200.000
Helga Margrét Þorsteinsdóttir og Sveinn Elías Elíasson.
kr. 100.000
Einar Daði Lárusson, Guðrún María Pétursdóttir, Íris Anna Skúladóttir, Valdís Anna Þrastardóttir og Örn Davíðsson.
 
Heildarstyrkur FRÍ við þessa úthlutun er því kr. 4.960.000

FRÍ Author