Úrvalshópur 2010

Loksins er kominn nýr listi á netinu yfir Úrvalshóp 2010. Þetta eru um 125 einstaklingar á aldrinum 15-22 ára. Það eru einnig í hópnum nokkrir 14 ára krakkar sem verða 15 ára eftir áramótin en eru komin inní hópinn strax með því að ná lágmörkum eins og þau 15 ára.
Hægt er að sjá listann hérna á síðunni hér til vinstri undir tengiliðnum Unglingalandslið.
 
Við viljum óska ykkur öllum til hamingju sem eru í þessum hóp og hvetjum þá sem ekki eru búin að ná lágmörkum í Úrvalshópinn að kíkja á lágmörkin (sem eru einnig undir tengiliðnum Unglingalandslið) og sjá hvað þarf til að ná inn í sínum greinum.
 
 

FRÍ Author