Úrvalshópur unglinga 2019-2020

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur birt nýjan Úrvalshóp unglinga 15-19 ára. Hópinn er hægt að sjá hér.

Hópurinn samanstendur af íþróttamönnum sem náðu viðmiðum á utanhússtímabilinu 2019 en þeir sem ná viðmiðum á innanhússtímabilinu haust 2019-vor 2020 bætast við hópinn í mars. Árangursviðmiðin má sjá hér.

Stefnt er að því að hafa æfingabúðir fyrir Úrvalshópinn í byrjun apríl 2020.

Við óskum þessum flottu íþróttamönnum til hamingju.