Úrvalshópur FRÍ

Úrvalshópur FRÍ hefur verið uppfærður með árangri frá innanhússtímabilinu. Yfir 10 íþróttamenn bættust við hópinn og var mikið um bætingar hjá þeim sem voru nú þegar í hópnum. Hægt er að sjá hópinn hér.

FRÍ stefnir á að hafa æfingarbúðir fyrir Úrvalshópinn 26.apríl í Laugardalshöll.

Við óskum öllum þessum íþróttamönnum til hamingju með árangurinn.