Úrtökumótið fyrir Ólympíuleika ungmenna úrslit

 Irma Gunnarsdóttir Breiðablik; 100m hlaup, hljóp á tímanum 13,16sek. Töluvert frá sínu besta sem er 12,69sek. Endaði í 22.sæti. sigurvegarinn í 100m hljóp á 11,66sek, Ewa Swoboda frá Póllandi.  Síðasti tíminn inní úrslitin var 12,18sek. Hún keppti einnig í kúluvarpi (3kg) og kastaði henni 11,39m. Kastaði vel um 12 og hálfan í upphitun en náði sér ekki á strik þegar keppnin hófst. Hún á best 12,61m. Hún endaði í 25.sæti. Kúlan vannst á 18,33m, Alyona Bugakova frá Rússlandi. Hún vann með miklum yfirburðum. Kasta þurfti 14,34m til að komast í úrslit. 
Thelma Lind Kristjánsdóttir ÍR keppti einnig í tveimur greinum. Hún byrjaði í þrístökkinu. Hún stökk af 11m planka, en hún er ekki vön því. Hún náði ekki gildu stökki því miður eins og fleiri í keppninni. Þrístökkið vannst á 13,34m, það var rússnesk stelpa sem heitir Tatyana Blagoveshchenskaia. Mótsmet hjá henni. Stökkva þurfti 12,32m inní úrslitin. Thelma keppti einnig í langstökki. Átti flott stökk, lengsta gilda var 5,24m en hún átti eitt stökk mun lengra en hárfínt ógilt. Hún á best 5,15m í ár og því ársbest hjá henni.Hún endaði í 23.sæti. Stökkva þurfti 5,85m til að komast í úrslitin. Úrslitin vann síðan Yekaterina Kropivko frá Rússlandi með stökk uppá 6,19m. Það fóru 7 stelpur yfir 6m í úrslitunum, frábær árangur.
Jófríður Ísdís Skaftadóttir FH keppti í kringlukasti og náði sér ekki alveg á strik í hitanum. Hún kastaði lengst 34,17m. Hún endaði í 15.sæti. Kasta þurfti 37,52m til að komast í úrslitin. Jófríður á best 39,97m. En kringlan vannst á 50,25m af þýsku stúlkunni Lara Kempka. 
Thea Imani Sturludóttir FH keppti í spjótkasti. Hún kastaði lengst 42,39m sem er rétt við hennar besta árangur 43,88m og hennar ársbesta. Hún endaði í 24.sæti. Kasta þurfti 47,46m inní úrslitin. Spjótið vannst á 558

FRÍ Author