Úrtökumótið, frh af úrslitum

 Valdimar Friðrik Jónatansson Breiðablik keppti í 400m grind. Hann bætti sinn besta árangur og hljóp á 58,37sek, endaði í18.sæti. Hlaupa þurfti á tímanum 54,21sek til að komast í úrslit. Úrslitin vann Victor Coroller frá Frakklandi á tímanum 51,51sek sem er besti árangurinn í Evrópu í þeirra flokki í ár. 
Dagbjartur Daði Jónsson ÍR keppti í spjótkasti og náði einnig að bæta sinn besta árangur með kasti uppá 61,13m. Flottur árangur. Hann endaði í 16.sæti. Kasta þurfti 66,60m inn í úrslitin. En úrslitin vann Mateusz Strzeszewski frá Póllandi með kast uppá 76,39m. 
 
Ernir Jónsson og Viktor Orri Pétursson báðir úr Ármanni kepptu í 800m hlaupi. Ernir hljóp á tímanum 2;00,45mín sem er hans besti tími úti. Hann endaði í 18.sæti. Viktor Orri hljóp á tímanum 2;01,16mín sem er töluvert frá hans besta en þessi tími skilaði honum 19.sæti. Hlaupa þurfti á 1;56,25mín til að komast í úrslitahlaupið. Úrslitin vann Mickus Benediktas frá Litháen á tímanum 1;52,29mín. 
 
Öll úrslit hægt að nálgast á http://eyot2014baku.com/#/results 

FRÍ Author