Úrslit úr lokamóti Skólaþríþrautar FRÍ og Iceland Express

Lokamótið í Skólaþríþraut FRÍ og Iceland Express fór fram í Laugardalshöllinni í gær. 56 nemendur mættu til leiks af þeim 64 sem var boðið í lokamótið (16 efstu úr forkeppni skólanna í vetur). Alls áttu 17 skólar keppendur í lokamótinu í gær. Góð stemming var í keppninni og mikil keppnisgleði ríkti í höllinni og var hart barist í öllum greinum.
 
Keppt var í kúluvarpi, hástökki og 200m hlaupi og samanlagður árangur úr þessum þremur greinum réð úrslitum í keppninni. Að lokum stóðu uppi fjórir sigurvegarar, sem fá í verðlaun ferð á Gautaborgarleikana í lok júní í boði FRÍ og Iceland Express. Eitt Íslandsmet féll í keppninni í gær, en það var Elma Lára Auðunsdóttir úr Kópavogsskóla sem bætti met í flokki 13-14 ára telpna í 200m hlaupi, þegar hún hljóp á 26,25 sek. Hún bætti þar met Dórótheu Jóhannesdóttur ÍR, en það var 26,53 sek. frá sl. ári).
 
Sigurvegarar í Skólaþríþraut FRÍ og Iceland Express 2009:
 
6. bekkur stelpur:
Andrea Vigdís Victorsdóttir, Vallaskóla, 2325 stig (1,35m – 7,91m – 31,44 sek.)
 
6. bekkur strákar:
Valdimar Friðrik Jónatansson, Lindaskóla, 2676 stig (1,45m – 9,77m – 29,73 sek.)
 
7. bekkur stelpur:
Elma Lára Auðunsdóttir, Kópavogsskóla, 2971 stig (1,50 – 10,25m – 26,25 sek.)
 
7. bekkur strákar:
Axelander Helgi Sigurðsson, Kópavogsskóla, 2780 stig (1,45m – 11,16m – 26,69 sek.)
 
Heildarúrslit í lokamótinu eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni; www.mot.fri.is

FRÍ Author