Úrslit seinni dags Meistaramóts Íslands

Kristinn Torfason, FH, stökk 7,48m í langstökki og sigraði nokkuð örugglega.  Hlaut hann 1017 stig fyrir árangur sinn sem er næst besti árangur karlmanns á mótinu um helgina. 
Björn Margeirsson, UMSS, bætti tveimur titlum við í safnið sitt í dag en hann sigraði í 1500m hlaupi í gær. Í dag sigraði hann 800m og 3000m hlaup.  Hann hljóp 800m á 1:53,29 og 3000m á 09:05,84s.  Voru þessi hlaup með einungis 50 mínútna millibili og því ljóst að Björn er í feikna góðu formi um þessar mundir.
Egill Níelsson úr FH sigraði hástökk þegar hann vippaði sér yfir 1,94m. 
Jóhanna Ingadóttir úr ÍR sigraði þrístökk nokkuð örugglega þegar hún stökk 12,39m.  
María Rún Gunnlaugsdóttir sigraði 60m grindahlaup á tímanum 8,93s. 
Sigurður Lúðvík Stefánsson, ÍR, sigraði 60m grindahlaup á tímanum 8,81s.
Hulda Þorsteinsdóttir, ÍR, sigraði stangarstökk en hún fór örugglega yfir 3,90m.  
Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Fjölni, bætti við öðrum íslandsmeistaratitli í dag þegar hún sigraði 3000m hlaup á tímanum 10:10,36s.
A-sveit ÍR sigraði 4x400m boðhlaup karla á tímanum 3:25,05s.
 
ÍR sigraði stigakeppnina, bæði í karla og kvennaflokki.
 
Öll úrslit mótssins má skoða hér
Myndina með fréttinni tók Gunnlaugur Júliusson af Anítu Hinriksdóttur á Reykjavík International Games fyrr á þessu ári.

FRÍ Author