Úrslit seinni dags á NM unglinga í Bergen

Nú er lokið seinni keppnisdegi á Norðurlandameistaramóti unglinga 19 ára og yngri í Bergen.
Engin verðlaun náðust í dag frekar en í gær, en eitt persónulegt met féll í keppninni í dag, Örn Davíðsson bætti sinn besta árangur í kringlukasti með 1,75kg kringlu, kastaði 46,99 metra og varð í 7. sæti.
Þá var Sandra Pétursdóttir aðeins 11 sm frá sínum besta árangri í sleggjukasti, en hún kastaði 49,86 metra og varð sjöunda.
 
Annar árangur íslensku keppendana í dag:
* Helga Margrét Þorsteinsdóttir stökk 1,65m í hástökki og varð í 4-6.sæti. Þá hljóp Helga 100m grind á 15,31s og varð í 7. sæti (-0,9 m/s) og varpaði kúlu 11,90m og varð í 8. sæti í þeirri grein.
* Örn Davíðsson kastaði spjótinu 59,14m og varð í 6. sæti.
* Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir hljóp 200m hl. á 25,48s (-1,4 m/s) og varð í 7. sæti.
* Bjarki Gíslason hljóp 200m hl. í stað Sveins Elíasar sem er meiddur og gat ekki hlaupi. Bjarki hljóp á 23,86s (-1,0 m/s) og varð í 8. sæti.
 
Svo virðist sem Bjarki hafi fellt byrjunarhæð sína í stangarstökki, þó það komi ekki fram í úrslitum mótins, en hann er a.m.k. ekki skráður með neinn árangur í stangarstökki, sem var hans aðalgrein á mótinu.
 
Sjá nánar: www.nordicmatch.no

FRÍ Author