Úrslit í stigakeppni í Bikarnum

FH sigraði karlakeppnina með 99 stig en ÍR var í öðru sæti þar með 76 stig. Að öðru leyti var röð liða sú sama og í heildarkeppninni. Árm./Fjölnir með 66 stig, Norðurland 65 stig, HSK með 49 stig og Breiðablik með 40 stig.
 
ÍR sigraði kvennakeppnina nokkuð örugglega með 97 stig, en í öðru sæti þar var sameiginlegt lið Árm./Fjölnis með 69 stig. Lið FH var í þriðja sæti með 58 stig, Breiðblik í 4. sæti með 54,5 stig, lið Norðurlands með 50 stig og HSK með 48,5 stig.
 
Heildarstig og önnur úrslit er hægt að sjá á mótaforriti FRÍ hér.

FRÍ Author