Úrslit fyrri dags á Meistaramóti unglinga 15-22 ára

Fyrri degi á Meistaramóti unglinga 15-22 ára er nú lokið.
Eitt aldursflokkamet féll í dag, Birna Varðardóttir FH bætti eigið meyjamet í 3000m hlaupi þegar hún hljóp á 11:03,36 mín.
Helga Margrét Þorsteinsdóttir Ármanni sigraði í þremur greinum í stúlknaflokki, 60m hlaupi, langstökki og hástökki, þar sem hún bætti sinn besta árangur um 4 sm, stökk yfir 1,76 metra (Mynd).
Hafdís Sigurðardóttir HSÞ vann einnig þrjár greinar í dag, 60m, 200m og langstökk.
Þá unnu nokkrir tvær greinar hver í sínum flokkum m.a. Snorri Sigurðsson ÍR (800 og 1500m í drengjafl.), Ólafur Konráð Albertsson ÍR (800 og 3000m í ungkarlafl.) og Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni (800 og 3000m í ungkvennafl.).
 
ÍR leiðir heildarstigakeppni liða eftir fyrri daginn með 150 stig, FH er í öðru sæti með 82 stig og Fjölnir er í þriðja sæti með 69 stig. ÍR ingar hafa forystu í stigakeppninni í flokkum meyja og ungkvenna, FH leiðir í flokkum drengja og stúlkna, Breiðablik hefur forystu í sveinaflokki og Fjölnir í ungkarlaflokki.
Öll úrslit fyrri dagsins eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni.
 
Síðari keppnisdagur hefst svo kl. 9:30 í fyrramálið og er síðasta keppnisgrein á dagskrá kl.15:30, en það er frjálsíþróttadeild Breiðabliks sem sér um framkvæmd mótins að þessu sinni.

FRÍ Author