Úrslit frá JJ móti Ármanns

Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni sigraði með miklum yfirburðum í spjótkasti kvenna með 54,56m löngu kasti.

Hilmar Örn Jónsson ÍR náði að kasta  5 kg sleggju 67,89. Þetta kast er langt yfir lágmarki á HM unglinga 17 ára á yngri sem fram fer á næsta ári.

Hörð keppni var í spjótkasti þar sem þrír fyrstu köstuðu yfir 65m en þessa jöfnu keppni vann Örn Davíðsson FH með 67,88m löngu kasti.

Trausti Stefánsson hlaupari úr FH bætti sinn besta tíma í 300m hlaupi þegar hann kom í mark á 34,71s og Aníta Hinriksdóttir náði góðri bætingu í 300m hlaupi þegar hún kom í mark vel fyrst á 41,10s

 

Heildar úrslit má sjá á vefnum hér.

Myndina af honum Óðni sem fylgir hér fréttinni tók Gunnlaugur Júlíusson.

FRÍ Author