Úrslit frá fyrri degi MÍ 11-14 ára

Í 60 metra hlaupi urðu eftirfarandi Íslandsmeistarar í sínum aldursflokki;
11 ára stelpur og strákar; Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR á tímanum 09,27sek og Arnór Ingi Kristinsson úr FH á tímanum 09,35sek.
12 ára stelpur og strákar; Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH á tímanum 8,78sek og Daníel Ingi Egilsson úr FH á tímanum 8,78sek.
13 ára stúlkur og piltar; Halla María Magnúsdóttir frá HSK/Selfoss á tímanum 8,54sek og Reynir Zoega Geirsson úr Breiðablik á tímanum 8,31sek.
14 ára stúlkur og piltar; Irma Gunnarsdóttir úr Breiðablik á tímanum 8,26sek og Dagur Andri Einarsson úr FH á tímanum 7,72sek.
 
Í 800m hlaupi urði eftirfarandi Íslandsmeistarar í sínum aldursflokki:
11 ára stelpur og strákar; Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR á tímanum 2:44,90mín og Gunnar Bergmann Sigmarsson úr FH á tímanum 2:48,23mín.
12 ára stelpur og strákar; Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH á tímanum 2:31,43mín og Hinrik Snær Steinsson úr FH á tímanum 2:37,57mín.
13 ára stúlkur og piltar; Hlín Heiðarsdóttir úr Fjölni á tímanum 2:30,55mín og Reynir Zoega Geirsson úr Breiðablik á tímanum 2:20,23mín.
14 ára stúlkur og piltar; Vilhelmína Þór Óskarsdóttir úr Fjölni á tímanum 2:35,60min og Natan Geir Guðmundsson frá USAH á tímanum 2:25,56mín.
 
Í dag kláraðist hástökk í eftirtöldum aldursflokkum;
13 ára stúlkur og piltar;  Hlín Heiðarsdóttir úr Fjölni með stökk uppá 1,41m og Styrmir Dan Steinunnarson úr HSK/Selfoss með stökk uppá 1,63m.
14 ára stúlkur og piltar; Fríða Ísabel Friðriksdóttir úr UMSS með stökk uppá 1,58m og Arnór Breki Ástþórsson frá Aftureldingu með stökk uppá 1,64m.
 
Í dag kláraðist einnig langstökk í eftirtöldum aldursflokkum;
11 ára stelpur og strákar;  Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR með stökk uppá 4,22m og Arnór Ingi Kristinsson úr FH með stökk uppá 4,43m.
12 ára stelpur og strákar; Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH með stökk uppá 4,64m og Hinrik Snær Steinsson úr FH með stökk uppá 4,44m.
 
Í dag kláraðist einnig kúluvarp í eftirtöldum aldursflokkum;
13 ára stúlkur (2kg) og piltar (3kg); Halla María Magnúsdóttir frá HSK/Selfoss með kast uppá 12,77m og Styrmir Dan Steinunnarson frá HSK/Selfoss með kast uppá 12,21m.
14 ára stúlkur (3kg) og piltar (4kg); Irma Gunnarsdóttir úr Breiðablik með kast uppá 11,18m og Hilmar Örn Jórunnarson úr UFA með kast uppá 11,66m.
 
Eins og sjá má varð Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR þrefaldur íslandsmeistari í sínum aldursflokki í dag og er hér greinilega mikið efni á ferð. Innilega til hamingju.
 
Þau sem urðu tvöfaldir íslandsmeistarar í sínum aldursflokki eftir fyrri daginn eru;
Reynir Zoega Geirsson úr Breiðablik,
Irma Gunnarsdóttir úr Breiðablik
Hlín Heiðarsdóttir úr Fjölni
Styrmir Dan Steinunnarson frá HSK/Selfoss 
Arnór Ingi Kristinsson úr FH
Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH
Hinrik Snær Steinsson úr FH
 
Frábær árangur á fyrri degi mótsins og verður gaman að sjá hvernig seinni dagurinn kemur út hjá þeim. Við getum verið ánægð með okkar unga fólk og framtíðin er björt hjá okkur í frjálsum íþróttum.
 

FRÍ Author