Úrslit frá Folksam Grand Prix í Sollentuna í kvöld

Íslensku keppendurnir hafa allir lokið keppni á Folksam Grand Prix mótinu í Sollentuna í Svíþjóð.
Árangur þeirra var eftirfarandi:
 
* Jóhanna Ingadóttir ÍR varð í 2. sæti í langstökki, stökk 5,95 metra (1,4m/s).
* Björn Margeirsson FH náði ársbesta árangri sínum í 800m, hljóp á 1:51,16 mín og varð í 3. sæti í B-riðli.
* Þorbergur Ingi Jónsson ÍR hljóp 1500m á 3:56,16 mín og bætti sinn besta tíma á þessu ári og varð í 7. sæti í B-riðli.
* Trausti Stefánsson FH hljóp 400m á 49,54 sek. og varð í 6. sæti í B-riðli.
* Snorri Sigurðsson ÍR hljóp 800m á 1:56,54 mín og varð í 4. sæti í D-riðli.
* Ólafur Konráð Albertsson ÍR hljóp sömu vegalengd á 1:56,68 mín og bætti sinn besta árangur og vann E-riðilinn.
* Kristinn Torfason FH hljóp 100m á 11,15 sek. og Arnór Jónsson Breiðabliki hljóp á 11,20 sek. í sama riðli (-0,8m/s).
Kristinn og Arnór urðu í 3. og 4. sæti í B-riðli og unnu sér rétt til að keppa í A-hlaupinu, þar sem Arnór hljóp á 11,21 sek.
og varð í 8. sæti, en Kristinn sleppti því og fór í langstökk, þar sem hann stökk 6,95 metra og varð í 5. sæti (0,6m/s).
* Magnús Valgeir Gíslason Breiðabliki og Björgvin Víkingsson FH virðast hafa hætt við þátttöku á mótinu, en ekki er vitað um
ástæðu þess að þeir kepptu ekki.
 
Heildarúrslit mótsins eru að finna á: www.folksamgp.se/sollentunaGP/2009/

FRÍ Author