Úrslit af síðasta degi á Gautaborgarleikunum

Tómas Zoega Breiðablik varð í 4.sæti í 1500m 19 ára ungkarla á tímanum 15:56,95mín. Það er bæting hjá honum.

·         Leo Gunnar Víðisson ÍR; varð í 2.sæti í stangarstökki 19 ára ungkarla með stökk uppá 4,05m.

·         Reynir Zoega Breiðablik; varð í 3.sæti í 600m 13 ára stráka á tímanum 1:35,54mín. Hann komst einnig í úrslit í 60m grind 13 ára stráka og náði þar 6.sæti á tímanum 10,21sek. Hann varð í 2.sæti í spjótkasti 13 ára stráka (400gr) með kast uppá 43,22m.

·         Styrmir Dan Steinunnarson Selfoss; hann komst einnig í úrslit í 60m grind 13 ára stráka en hljóp síðan ekki úrslitahlaupið. Hann vann síðan hástökk 13 ára stráka með stökk uppá 1,70m sem er góð bæting hjá honum og ársbesta í hans aldursflokki á Íslandi. Styrmir vann einnig spjótkastið (400gr) hjá 13 ára strákum með kast uppá 44,10m.

·         Helga Guðný Elíasdóttir Fjölni; varð í 4.sæti í 3000m hindrun kvenna á tímanum 12:02,03mín.

·         Irma Gunnarsdóttir Breiðablik; komst í úrslit í 80m grindarhlaupi 14 ára stelpna. Hún hljóp í úrslitunum á tímanum 12,23sek og varð í 7.sæti. Það er bæting hjá henni.

Flottir árangrar sem náðust á þessu skemmtilega móti og veit ég að margir stefna á að fara strax aftur næsta ár og fleiri hópar sem stefna á að fara á þetta mót að ári þó þau hafi ekki komist í ár. 

FRÍ Author