Norðurlandameistari í langstökki ungkvenna 20-22 ára

Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr FH sigraði langstökkið með stökki uppá 6,06m. Þetta er ársbesta hjá henni. Hún á best 6,10 síðan 2010. Frábær árangur hjá henni.
Önnur úrslit dagsins eru;

Einar Daði og Ívar kepptu í 100m í dag og hljóp Einar á 11,11sek og Ívar Kristinn á 11.15 sek. Þeir urðu í 11 og og 12 sæti.

Ívar Kristinn keppti einnig í 400m og hljóp þar á 49.24sek. Hann varð í 8.sæti.
Snorri Sigurðsson ÍR keppti í 800m og hljóp á 1:52,99mín og það er persónuleg bæting. Hann endaði í 7.sæti.
 
Flottur árangur hjá þeim í dag og verður gaman að sjá úrslitin á morgun.
 
 

FRÍ Author