Uppskeruhátíð nk. laugardag

Húsið verður opnað kl. 19:30 en borðhald hefst kl. 20. Að því loknu verða viðurkenningar vegna 2014 afhentar -upp úr kl. 22. Ekkert aldurstakmark.
 
Verð pr. mann er kr. 2.500 fyrir mat og gosdrykk. Hægt er að greiða á staðnum með greiðslukorti eða peningum.
 
Á matseðlinum verður grillmatur að hætti hússins.
 
Nauðsynlegt er að skrá sig á fri@fri.is í mat fyrir fimmtudaginn 26. febr. kl. 17, svo hægt sé að tryggja að nægur matur verið til.

FRÍ Author