Uppskeruhátíð FRÍ og formannafundur

Föstudaginn 22. nóvember 2019 fer fram uppskeruhátíð FRÍ og formannafundur í Laugardalshöllinni. Stefnt er að því að byrja á formannafundinum um klukkan 16:00 og uppskeruhátíðin verður svo í beinu framhaldi eða um 18:00.

Nánari dagskrá kemur þegar nær dregur en dagskráin eins og staðan er í dag er eftirfarandi

  • 16:00 – Innlegg formanns FRÍ
  • Mótaskrá og mótaúthlutun
  • Reglugerðarbreytingar
  • Verkefni landsliða 2020
  • Níu mánaða uppgjör FRÍ 2019 og fjárhagsáætlun 2020
  • 18:00 – Uppskeruhátíð og léttar veitingar

Einnig er vert að minna á ársþingið 2020 sem fram fer föstudaginn og laugardaginn 27. mars og 28. mars 2020
Nánari útlistun og staðsetning verður send út þegar nær dregur en eins og staðan er í dag er verið að horfa í áttina að Skessunni.