Uppskeruhátíð FRÍ fer fram 1. desember

Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands fer fram föstudaginn 1. desember á Hótel Cabin uppi á 7. hæð í Borgartúni 32. Húsið opnar kl. 17:30 en formleg dagskrá hefst kl. 18:00.
 
Um skemmtilega og kröftuga dagskrá verður að ræða þar sem heiðursviðurkenningar verða veittar og farið verður yfir árið 2017 í máli og myndum.
 
Við vonumst til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta.
 
Allir velkomnir!