Upplýsingar fyrir Úrvals- og Stórmótahóp

Þann 26.janúar síðastliðinn hélt unglinganefnd FRÍ kynningarfund á erlendri mótaþátttöku unglinga. Á þeim fundi var farið yfir Úrvalshópinn, Stórmótahópinn og þau erlendu verkefni sem eru framundan þetta árið. Hægt er að nálgast glærur fundarins hér.

Eins og áður hefur komið fram þá munu þeir íþróttamenn sem hafa náð inn í Úrvalshópinn á innanhússtímabilinu bætast við hópinn eftir að því tímabili líkur. Stefnt er að því að halda æfingarbúðir fyrir hópinn 26.apríl, endilega takið daginn frá.

Þeir íþróttamenn sem ná tilskyldum lágmörkum í Stórmótahópinn munu bætast við hann jafnóðum. Við biðjum þjálfara um að senda á unglinganefnd@fri.is og iris@fri.is þegar íþróttamaðurinn hans nær lágmarki.

Óskað er eftir því að þeir einstaklingar, og foreldrar þeirra, sem eru í Stórmótahóp FRÍ sendi netfang sitt og símanúmer iris@fri.is.