Unnar Stefánsdóttur minnst við upphaf Bikarkeppninnar

Unnar Stefánsdóttur frjálsíþróttakonu úr HSK, sem lést í síðstu viku, var minnst við upphaf 46. Bikarkeppni FRÍ sem nú er hafin á Kópavogsvelli.
 
Unnur hóf ung keppni í frjálsíþróttum. Hún var valin í fyrsta landslið kvenna árið 1972 í frjálsíþróttum. Eftir að hafa lokið barneignum kom hún kom aftur til keppni og var í landsliðið 1981 og keppti í nokkur ár eftir það. Hún var einnig lykilmanneskja í Bikarliði HSK til margra ára.  Hún var einnig fyrsta konan sem tók sæti í stjórn FRÍ á sínum tíma.

FRÍ Author