Unglinganefnd boðar til upplýsingarfundar fyrir íþróttamenn, þjálfara og foreldra

Listar yfir þá sem hafa náð viðmiðum í Úrvalshóp FRÍ 15-19 ára og yfir þá sem hafa náð lágmarki í Stórmótahóp FRÍ 16-22 ára 2018-2019 hafa verið birtir á heimasíðu FRÍ. Ef einhver félagaskipti hafa átt sér stað hjá íþróttamönnum frá því í október má endilega senda upplýsingar í skilaboðum hér á FB eða senda tölvupóst á unglinganefnd@fri.is.

Í Úrvalshóp eru nú 17 drengir og 31 stúlka. Þeir íþróttamenn sem ná árangursviðmiðum á innanhússkeppnistímabilinu verða teknir inn í hópinn í mars en enginn dettur út úr hópnum fyrr en nýr hópur verður valinn næsta haust. 13 íþróttamenn hafa náð lágmarki í Stórmótahóp FRÍ en íþróttamenn eru teknir í hópinn um leið og lágmarki er náð.

Unglinganefnd mun halda upplýsingafund með hópunum sunnudaginn 3. febrúar kl. 15:30 í fundarsal E á 3. hæð ÍSÍ í Laugardal, þ.e. beint á eftir RIG mótinu. Á fundinum verður farið yfir starfið í vetur, þau stórmót sem í boði eru fyrir 16-22 ára sumarið 2019, hvernig staðið verður að vali á þessi mót og hvað íþróttamönnum í Stórmótahópi stendur til boða. Allir áhugasamir íþróttamenn, þjálfarar og foreldrar eru velkomnir fundinn. Reiknað er með að fundurinn taki u.þ.b. 45 mínútur.