Unglingamót HSK 15 – 22 ára

Keppnisgreinar
 
Ungmenni 19 – 22 ára:
 
100 m – 400 m – 1500 m – langstökk – stangarstökk – kúluvarp – spjótkast – sleggjukast – 100/110 grindahlaup – 800 m – 4×100 m boðhl. – hástökk – þrístökk – kringlukast.
 
Stúlkur og drengir 17 -18 ára:
 
100 m – 400 m – 1500 m – langstökk – stangarstökk – kúluvarp – spjótkast – sleggjukast – 100/110 grindahlaup – 800 m – hástökk – þrístökk – kringlukast.
 
Meyjar og sveinar 15 – 16 ára:
 
100 m – 400 m – hástökk – stangarstökk – spjótkast – langstökk – 1500 m – 800 m – kringlukast – þrístökk – kúluvarp.
 
Fjöldi greina og keppnisréttur
 
Á unglingamótinu er heimilt að keppa í 5 greinum, auk boðhlaups. Keppendum er ekki heimilt að keppa upp fyrir sig í aldri nema í þeim greinum sem ekki er boðið upp á í viðkomandi aldursflokki. Yngri en 15 ára geta ekki keppt til stiga á unglingamótunum.
 
Skráningar
 
Skráning fer fram á vef FRÍ, sjá mótaforrit á heimasíðunni, http://www.fri.is Þjálfari eða forsvarsmaður hvers félags á að hafa aðgangsorð að síðunni. Þau félög sem hafa ekki fengið aðgang geta haft samband á skrifstofu HSK og fengið aðgangaorð. Kennitala þarf að fylgja hverjum keppanda. Skráningarfrestur er til kl. 24:00 mánudaginn 11.ágúst. Skráningargjald er kr. 1500,- á hvert nafn óháð fjölda greina. Mótshaldari áskilur sér rétt til breytinga á tímaseðli ef skráning gefur tilefni til.
 
Verðlaun
 
Þrír fyrstu í hverri grein fá verðlaunapening. Auk þess verða veitt eftirfarandi sérverðlaun: stigahæsta félag, besta afrek einstaklings á mótinu og stigahæsti einstaklingur. Mikilvægt er að verðlaunahafar frá því í fyrra mæti með farandgripina á mótið.
 
Stigakeppni félaga
 
Sex fyrstu í hverri grein fá stig fyrir sitt félag. 1. sæti gefur 6 stig, 2. sæti 5 stig o.s.fr. Verði félög jöfn að stigum sigrar það félag sem fleiri sigurverara á á mótinu.
 
Starfsmenn félaga
 
Samkvæmt reglugerð þurfa þátttökufélög að útvega 1 starfsmann fyrir hverja 5 keppendur. Mikilvægt er að félögin geri hvað þau geta til að útvega starfsmenn til að mótið geti gengið vel fyrir sig.

FRÍ Author