Unglingalandsmótið verður á Sauðárkróki í sumar

Stjórn Ungmennafélags Íslands tók þá ákvörðun á fundi sínum í gær að 12. Unglingalandsmót UMFÍ í sumar færi fram á Sauðárkróki dagana 31. júlí til 2. ágúst.
 
Sex staðir höfðu lýst yfir áhuga að fá mótið eftir að fyrir lá ósk frá HSH, um frestun á framkvæmd mótsins í sumar til ársins 2010. Í kjölfarið ákvað stjórn UMFÍ að leita til sambandsaðila UMFÍ um að taka að sér framkvæmd Unglingalandsmótsins í sumar.
 
Frábær frjálsíþróttaaðstaða er á Sauðárkróki og hefur UMSS framkvæmt mörg mót á undanförnum árum með miklum sóma. Bæði Landsmót og ULM fóru fram á Sauðárkróki árið 2004.
 

FRÍ Author