Um 760 keppendur á Stórmóti ÍR um helgina

Meðal annarra keppenda sem ugglaust stefna á EM má nefna Hafdísi Sigurðardóttur UFA, Sveinbörgu Zophoniasdóttir FH, Kristínu Birnu Ólafsdóttur íR, Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur ÍR, Dórótheu Jóhannesdóttur ÍR, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttur ÍR, Stefaníu Valdimarsdóttur Breiðabliki, Mark Johnson ÍR og Bjarka Gíslason UFA, svo nokkrir séu nefndir til sögunnar.
 
Yngstu þátttakendurnir keppa í fjölþraut samkvæmt alþjóðlegu keppnisfyrirkomulagi
 
Á laugardagsmorgun hefst keppni kl. 9:00 með keppni í fjölþraut barna 10 ára og yngri samkvæmt keppniskerfi Alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF sem nefnist á ensku Kids Athletics.
 
Mótið er gífurlega umfangsmikið en alls koma um 130 dómarar og starfsmenn að framkvæmd þess um helgina.
 
Frítt er inn á þennan stóra viðburð alla helgina, segir í fréttatilkynningu ÍR, og eru allir velkomnir. Foreldrar eru sérstaklega hvattir til að mæta en ekki er síður gaman fyrir þau allra yngstu að fá að fylgjast með systkynum sínum taka þátt í svo stórum viðburði. Það er ljóst að engin lágmörk nást án þess að keppa en hvatning áhorfenda spilar líka risastórt hlutverk við að skapa topp stemmingu og það kunna íslenskir áhorfendur svo sannarlega. Frjálsíþróttir eru á uppleið og við skulum njóta þess saman.
 
Nánari upplýsingar gefa: Margrét Héðinsdóttir formaður Frjálsíþróttadeildar ÍR í síma: 821-2172 margret1303@gmail.com og Þráinn Hafsteinsson yfirþjálfari Frjálsíþróttadeildar ÍR í síma: 863-1700 thrainnh@ru.is
 
Einnig má finna ítarlegar upplýsingar á Mótaforririti FRÍ og heimasíðu ÍR.
 
 

FRÍ Author