00:00

Skráning á Kids’ Atletics daginn á netskraning.is

Starfsreglur stjórnar FRÍ vegna reglugerðabreytinga

Á Frjálsíþróttaþingi árið 2018 var stjórn FRÍ fært vald milli þinga til þess að setja reglugerðir. Stjórnin hefur mótað vinnulag varðandi slíkar breytingar.

Stjórn FRÍ tímabilið 2018-2020 setur sér eftirfarandi starfsreglur vegna breytinga á reglugerðum sbr. 17. gr. laga Frjálsíþróttasambands Íslands: „Stjórn FRÍ setur nauðsynlegar reglugerðir um þau málefni sem snúa að allri framkvæmd laga þessara. Nær það til allra breytinga á gildandi reglugerðum sem og setningu nýrra reglugerða. Nýjar reglugerðir og breytingar á gildandi reglugerðum skulu kynntar aðildarfélögum með rafrænum hætti og taka þær gildi samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar FRÍ. Ekki þarf að birta þær með sérstökum hætti svo þær öðlist gildi heldur er nægjanlegt að þær séu kynntar með rafrænum hætti og á heimasíðu FRÍ. Óski aðildarfélög eftir setningu nýrra reglugerða eða breytinga ágildandi reglugerðum skal slíkum óskum beint til stjórnar FRÍ“.

Fyrsta skref:
Í upphafi er fjallað um reglugerðir (nýjar eða breyttar) á stjórnarfundi FRÍ og ákveðið hvort reglugerðin fari í frekara ferli, þurfi úrvinnslu eða frekari skýringar. Að öðrum kosti er málið látið niður falla.

Annað skref:
Ef reglugerðin fer áfram til vinnslu þá metur stjórnin síðan hvort um sé að ræða minniháttar (óverulegar) breytingar sem stjórn telur ekki að þarfnist sérstakrar umræðu í hreyfingunni. Ef tillagan er samþykkt af stjórninni mun verða send út tilkynning um uppfærða reglugerð eða nýsetninguna sbr. 17. gr. laga FRÍ, sbr. fimmta skref. Að öðrum kosti er málið látið niður falla.

Þriðja skref:
Hinsvegar ef um er að ræða að mati stjórnar stærri breytingu (verulegar) þá mun hefjast tveggja vikna umsagnarferli hjá aðildarfélögum um tillögur með því að almenn kynning er send út og í einhverjum tilfellum boðað til sérstakra upplýsinga- og samráðsfunda með aðilldarfélögum um leið og umsagnarferli stendur yfir.

Fjórða skref:
Að loknu tveggja vikna umsagnarferli er að nýju umfjöllun hjá stjórn FRÍ sem tekur ákvörðun um breytinguna eða nýsetninguna.

Fimmta skref:
Ef tillagan er samþykkt af stjórninni mun verða send út tilkynning um uppfærða reglugerð sbr. 17. gr. laga FRÍ. Nýjar reglugerðir og breytingar á gildandi reglugerðum skulu kynntar aðildarfélögum með rafrænum hætti og taka þær gildi samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar FRÍ. Ekki þarf að birta þær með sérstökum hætti svo þær öðlist gildi heldur er nægjanlegt að þær séu kynntar með rafrænum hætti og á heimasíðu FRÍ. Ef reglugerðin er ekki samþykkt er að öðrum kosti málið látið niður falla.

Þannig samþykkt á stjórnarfundi FRÍ 23. apríl 2019.
Birt á heimasíðu FRÍ.

Nánari fyrirspurnir

Deila

Starfsreglur stjórnar FRÍ vegna reglugerðabreytinga

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit