Tveir Norðurlandameistaratitlar um helgina í fjölþrautum

Árangur Sveinbjargar er annar besti árangur í sjöþraut frá upphafi og 155 stigum frá Íslandsmeti Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur frá 2009. Með sigri sínum sínum varði hún titil sinn frá þessu móti í fyrra. Þá hlaut hún 5212 stig
 
Árangur Inga Rúnars, 7156 stig er 3. besti árangur í tugþraut í flokki 22 ára og yngri frá upphafi. Aðeins Einar Daði Lárusson og Örn Clausen eiga betri árangur í þessum aldursflokki. Ingi Rúnar á möguleika á bæta þennan árangur talsvert, þar sem hann er á eftir eitt ár í þessum aldursflokki.
 
Úrslit má sjá hér í mótaforriti FRÍ. Bent er á að árangursstig er ekki réttur í öllum tilfellum vegna nýlegra breytinga á stigatöflu. Árangur í einstökum greinum er hins vegar réttur.

FRÍ Author