Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum innanhúss fer fram í Belgrad í Serbíu dagana 18.-20. mars. Íslendingar eiga tvo keppendur á mótinu og eru það þau Baldvin Þór Magnússon (UFA) sem keppir í 3000 metra hlaupi og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (ÍR) sem keppir í 60 metra hlaupi.
Baldvin og Guðbjörg eru bæði Íslandsmethafar í sínum greinum. Baldvin bætti Íslandsmetið í 3000 metra hlaupi í febrúar þegar hann hljóp 7:47,51 mín. og er búinn að hlaupa á glæsilegum tímum í ár. Guðbjörg Jóna bætti Íslandsmetið í 60 metra hlaupi í janúar þegar hún hljóp á 7,43 sek. og hefur sýnt mikinn stöðugleika á síðustu mótum.
Nánari upplýsingar um mótið má finna hér.

