Tveir frjálsíþróttamenn á pall í Skotlandi

Fjórir Íslendingar luku um helgina keppni á skoska innanhússmeistaramótinu í fjölþrautum. María Rún Gunnlaugsdóttir FH, eina konan í hópnum bætti sinn fyrri árangur í fimmtarþraut og náði með því þriðja sæti í keppni kvenna. Ingi Rúnar Kristinsson Breiðabliki var nokkuð frá sínu besta en árangur hans dugði samt til að ná þriðja sæti í sjöþraut karla. Ísak Óli Traustason UMSS bætti sinn árangur umtalsvert á mótinu og Ari Sigþór Eiríksson Breiðabliki bætti sig einnig.

 

Bronshafarnir María Rún Gunnlaugsdóttir og Ingi Rúnar Kristinsson.