Tristan Freyr Norðurlandameistari U20 í tugþraut og náði HM U20 lágmarki um leið

Árangur Tristans í einstaka greinum keppninnar:
 
100m hlaup: 11,31s (793stig)
Langstökk: 7,03m (821 stig)
Kúluvarp: 12,83m (657 stig)
Hástökk: 1,96m (767 stig)
400m hlaup: 50,20s (805 stig)
110m grindahlaup: 14,57s (902 stig)
Kringlukast: 37,81m (620 stig)
Stangarstökk: 4,33m (711 stig)
Spjótkast: 51,59m (612 stig)
1500m hlaup: 4:57,73s (573 stig)
Samtals: 7261 stig 
 
Árangurinn er bæting hjá Tristan Frey um 58 stig, en hann átti best fyrir 7203 stig frá fyrra ári og varð skv. skilmálum IAAF að ná aftur yfir 7200 stig, til að tryggja sér sæti á HM U20 sem hann sannarlega gerði og vel það! Aldursflokkamet Einars Daða Lárussonar 7394 stig stendur enn.
 
Heildar úrslit má sjá á vefnum hér: http://www.huddinge-friidrott.org/tavlingar/16/combined/160612.htm
 

FRÍ Author