Tristan Freyr Jónsson varð í 9. sæti í tugþraut á HM 19 ára og yngri

Tristan Freyr Jónsson hafnaði í 9. sæti af 22 keppendum á HM 19 ára og yngri. Hann setti auk þess glæsilegt Íslandsmet 7.468 stig en fyrra met átti Einar Daði Lárusson ÍR 7.394 stig. Besti árangur Tristans áður var 7.261 stig og bætti hann sig því um 207 stig. Á seinni degi bætti hann sinn besta árangur í þraut í spjótkastinu, kastaði 51.51 m og hljóp síðan 1500m á 4:55 mín sem er 6 sek frá hans besta. Í þrautinni bætt hanni sig í 100m, 110 m grindahlaupi, kringlukasti, kúluvarpi og spjótkasti eins og áður segir. Til merkis um árangur keppenda þá var sett mótsmet 8.162 stig, og auk Íslandsmetsins var sett Eistneskt, Norskt og Hvítrússneskt met. Til hamingu Tristan og Þráinn Hafsteinsson þjálfari.
 

FRÍ Author