Tréklossaferðalagið gengur vel hjá Thelmu og Guðna, met hjá Thelmu!

Thelma Lind Kristjánsdóttir ÍR bætti í gær tveggja daga gamalt met sitt í kringlukasti um 4sm í flokki stúlkna 20-22 ára þegar hún kastaði 51,87m og sigraði á móti í Heerhugowaard Hollandi.

Guðni Valur Guðnason ÍR kastaði 60,58m og er á réttri leið að lágmarki fyrir Evrópumeistarmótið í Berlín en til þess þarf hann að kosta 63,50m.

Þau eiga eftir að keppa á tveimur mótum í Hollandi áður en þau koma heim þannig að hver veit nema von sé á frekari bætingum.