Trausti Stefánsson með bætingu í 200m

Trausti Stefánsson spretthlaupari úr FH bætti sinn besta árangur í 200m hlaupi á frjálsíþróttamóti í Árósum í gærkvöldi og náði jafnframt besta tíma ársins í greininni, hljóp á 22,06 sek. og sigraði örugglega (-1,7m/s).
 
Hans besti tími fyrir þetta hlaup var 22,12 sek. frá því á Gautaborgarleikunum á þessu ári. Þessi árangur Trausta er jafnframt besti tími ársins í 200m, en hann komst upp fyrir Svein Elías á afrekaskrá ársins, en hann hefur best hlaupið á 22,08 sek. í sumar.
Trausti hljóp einnig 100m á mótinu í gærkvöldi á 11,07 sek.(-0,8m/s), sem er 1/100 úr sek. frá hans besta, en hann á þriðja besta tíma Íslendings í 100m hlaupi á þessu ári, 11,06 sek.. Aðeins Sveinn Elías Elíasson Fjölni (10,79 sek.) og Óli Tómas Freysson FH (10,82 sek.) hafa hlaupið hraðar en Trausti á þessu ári.
 
Trausti keppir aftur annað kvöld á Kaupmannahafnarleikunum, en þá hleypur hann 400m.
Þá keppir Stefán Guðmundsson Breiðabliki einnig á Kaupmannahafnarleikunum í 1500m hlaupi.
 

FRÍ Author