Trausti og Hrafnhild Eir á HM í Istanbul

Þau hafa verið að hlaupa vel undanfarið og Trausti hefur tvíbætt metið í sinni aðalgrein í janúar og febrúar, en hann á best 48,05 sek. Hrafnhild Eir hefur einnig verið að hlaupa vel undanfarið og verið ósigrandi í 60 m og 200 m hlaupum innan húss í vetur. Hrafnhild Eir og Trausti hafa náð flestum stigum þeirra einstaklinga sem til greina komu við val. Hún hefur best hlaupið á 7,69 sek. í 60 m hlaupi sem gefa 1115 stig. Trausti á best 48,05 sek. í 400 m hlaupi, eins og áður sagði, sem gefa 1117 stig, skv. stigatöflu IAAF (Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins).
 
Keppni í undanriðlum í 400 m hlaupi er kl.12:20 aðstaðartíma eða kl. 10:20 að íslenskum tíma á föstudaginn 8. mars. Keppni hefst kl. 10:10 að staðartíma í í undanriðlum í 60 m hlaupi kvenna, eða kl. 08:10 að íslenskum tíma á laugardaginn 9. mars. Úrslit 400 m hlaupsins eru á laugardagskvöldið kl. 17:30 að íslenskum tíma og í 60 m kvenna eru þau kl. 13:05 á sunnudaginn.
 
Hægt er að sjá nánari upplýsingar um mótið, tímaseðil, keppendaskrá og úrslit m.a. á heimasíðu mótsins.
 

Þátttaka okkar keppenda er háð staðfestingu IAAF að þessu sinni þar sem enginn íslenskur keppandi hafði náð lágmarksárangri sem settur er fyrir þátttöku. IAAF samþykktir ekki þátttöku í tæknigreinum (stökkum og köstum), nema að einstaklingar hafi náð lágmarki eða eru mjög nálægt þeim.

FRÍ Author