Trausti Þór með besta árangur frá upphafi í míluhlaupi

Trausti Þór Þorsteins bætti besta árangur frá upphafi í míluhlaupi þegar hann kom í mark á 4:05,58 mínútum. Hann var að bæta sinn eigin árangur um tæpar tvær sekúndur og árangur Hlyns Andréssonar frá árinu 2017 um 20/100 úr sekúndu.

Hann var í öðru sæti í hlaupinu sem fram fór á Staten Island í New York þar sem hann keppir fyrir Wagner College.