Tíu ár frá verðlaunum Völu á Olympíuleikunum

Í tilefni þessa frábæra árangurs mun ÍR efna til Bronsleika ÍR til heiðurs Völu Flosadóttur nk. laugardag, 19. sepember.

 
Bronsleikar ÍR eru krakkamót fyrir alla krakka 10 ára og yngri hvort sem þau æfa íþróttir eða ekki.
 
Vala kemur heim í boði okkar ÍR-inga og verður heiðursgestur á Bronsleikunum. Húsið opnar kl. 8:30 og mótið hefst stundvíslega kl. 9:30.
 
Bronsleikar ÍR eru þrautabrautamót og inniheldur brautin 9 þrautir. Krökkunum er skipt í 8 til 12 manna hópa og eru 9 og 10 ára krakkar saman í hópum og 8 ára og yngri saman. Við vonum að sem flestir krakkar komi og taki þátt í skemmtilegri íþróttahátíð með Völu. Að lokum fá allir þátttökuverðlaun.
 
Allar nánari upplýsingar um Bronsleikana má finna hér.

FRÍ Author