Tilkynning varðandi Meistaramót Íslands

Stjórn FRÍ hefur ákveðið að höfðu samráði við Laganefnd FRÍ að Meistaramót Íslands sem er á Akureyri 12.-13. júni verði tveggja daga mót eins og lagt upp var með. Með þessu er verið að fylgja reglugerð og tryggja að allur árangur verði löglegur á mótinu. 

Uppfærður tímaseðill birtist í mótaforritnu Þór von bráðar og er hann á sömu nótum og upprunalegi tímaseðillinn.