Frjálsíþróttasamband Íslands og langhlaupanefnd vekja athygli á framkvæmdaraðila götuhlaupa, hlaupaþjálfara og keppanda að úrslit þátttakenda eru ekki viðurkennd til afreka nema að uppfylltri reglugerð sambandsins um framkvæmd götuhlaupa.
Reglugerð um framkvæmd götuhlaupa tók gildi 2018 og var meðal annars ætlað að staðla og auka gæði götuhlaupa sem viðurkennd eru til skráningar í afrekaskrá FRÍ. Því miður hafa fá hlaup uppfyllt skilyrði reglugerðarinnar eða sóst eftir slíkri “vottun”. Löglega mæld braut er ein og sér ekki nóg heldur þurfa fleiri þættir að koma til eins og tekið er fram í reglugerðinni. Framkvæmdaraðilum götuhlaupa ætti að vera þetta ljóst.
FRÍ vinnur að því að koma á skilvirkum ferlum og auknu upplýsingaflæði til framkvæmdaraðila vegna þessa. Að óbreyttu munu utanvegahlaupin fara í sama ferli á næsta ári. Samhliða er unnið að því að koma úrslitum inn í afrekaskrá.
Upplýsingar um reglugerðina og umsóknarferlið má finna hér.
Listi yfir hlaup sem hafa uppfyllt reglugerðina frá 2018 má finna hér auk götuhlaupa sem hafa sótt um “FRÍ vottun” en hlaupið hefur ekki farið fram. Athugið þessi síða er ennþá í vinnslu.