Tiana Ósk keppti í undanúrslitum

Tiana Ósk Whitworth ÍR keppti í undanúrslitum í 100 m hlaupi kvenna á Evrópumeistaramóti 16-19 ára nú rétt í þessu. Hún hljóp á tímanum 12,03 sekúndum (-1,2 m/s) og hafnaði í 7. sæti af 8 keppendum í 2. riðli. Í heildina hafnaði hún í 20. sæti af þeim 24 keppendum sem kepptu í undanúrslitum. Flottur árangur hjá Tiönu sem keppir einnig í 200 m á þessu móti.

Undanrásir í 200 m fara fram kl. 17:20 á íslenskum tíma á morgun.