Tiana með Íslandsmet í 60 m hlaupi!

Spretthlauparinn Tiana Ósk Whitworth ÍR setti í dag glæsilegt nýtt Íslandsmet í flokki 18-19 ára, 20-22 ára og fullorðinna á Stórmóti ÍR í dag. Tiana, sem er á átjánda aldursári, bætti metið um þrjá hundraðshluta úr sekúndu er hún hljóp á tímanum 7,47 sek.

Fyrra metið átti Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir ÍR og var það sett á Meistaramóti Íslands þann 7. febrúar 2015.

Hér má sjá myndband af hlaupinu.

Hér má sjá úrslit hlaupsins.

Frjálsíþróttasamband Íslands óskar Tiönu Ósk innilega til hamingju með stórglæsilegan árangur!