Tiana komin áfram í undanúrslit

Spretthlauparinn Tiana Ósk Whitworth ÍR keppti í undanrásum í 100 m hlaupi kvenna á Evrópumeistaramóti 16-19 í morgun. Hún hljóp á tímanum 11,97 sekúndum (-0,1 m/s) og hafnaði í 4. sæti í 3. riðli. Fjórir bestu tímarnir í hverjum riðli komust beint áfram auk þess sem fjögurra bestu tímanna þar á eftir. Náði hún 18. besta tímanum í undanrásunum í morgun af 39 keppendum. Með þessum árangri tryggði hún sér sæti í undanúrslitum en þau fara fram í dag kl. 15:45 og hleypur Tiana í 2. riðli.